Ferill 1034. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2250  —  1034. mál.




Svar

         

heilbrigð    isráðherra við fyrirspurn frá Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur um lækna.


     1.      Hver var meðalaldur fastráðinna lækna á heilsugæslustöðvum árin 2017–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum og heilsugæslustöðvum.
    Heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir ofangreindum upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST), Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Þá óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) vegna þeirra aðila sem starfa samkvæmt samningi við SÍ. Svör bárust ekki frá öllum framangreindum aðilum sem óskað var gagna frá.
    Í töflu 1 má finna upplýsingarnar birtar eins og þær bárust frá umræddum aðilum, upplýsingarnar eru ekki tæmandi útlistun á öllum einingum heilbrigðiskerfisins og byggjast á aðsendum gögnum eins og þau bárust.

Tafla 1: Meðalaldur fastráðinna lækna á heilsugæslustöðvum árin 2017–2022.

Stofnun Heilsugæsla 2017 2018 2019 2020 2021 2022
HH Árbær 57 54 55 55 53 55
HH Efra-Breiðholt 54 53 53 56 52 50
HH Efstaleiti 46 45 46 47 54 53
HH Fjörður 50 51 52 53 56 53
HH Garðabær 56 57 54 54 58 58
HH Glæsibær 58 54 52 56 51 52
HH Grafarvogur 50 55 58 56 58 55
HH Hamraborg 57 57 58 59 58 55
HH Hlíðar 55 50 48 49 50 53
HH Hvammur 57 58 57 52 53 51
HH Miðbær 56 56 58 59 60 62
HH Mjódd 59 60 62 51 43 44
HH Mosfellsumdæmi 59 49 52 47 42 58
HH Seltjarnarnes 53 47 48 50 51 50
HH Sólvangur 49 50 49 50 50 52
HH Geðheilsuteymi austur 37 38 39 40 42 47
HH Geðheilsuteymi suður 41 44 51
HH Geðheilsuteymi vestur 41 42 47 48 49
HH Geðheilsuteymi ADHD 45
HH Geðheilsuteymi barna 48
HH Geðheilsuteymi fangelsi 66 59 50
HH Geðheilsuteymi fjölskylduvernd 52 62
HH Heilaörvunarmiðstöð 43
HH Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana 49 50
HH Heilbrigðisskoðun innflytjenda 49 56 57 65 66 42
HH Héraðsvakt 66 62 60 56 54 55
HH Kvenheilsa 55 59
HH Samhæfingarstöð krabbameinsskimana 47 48
HH Þroska- og hegðunarstöð 56 44 45 46 44 42
HVE Akranes 55
HVE Borgarnes 53
HVE Búðardalur 62
HVE Hvammstangi 62
HSA Djúpivogur 60 64 32 25 26
HSA Reyðarfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður 49 43 35 37 39 33
HSA Neskaupstaður 48 38 37 39 38 36
HSA Seyðisfjörður 57 36 54 55 56 57
HSA Egilsstaðir 38 37 38 37 36 34
HSA Vopnafjörður 59 60 61 62 63 64
HSS Keflavík 47,9 45,6 45,9 45,6 46,3 50,3
HSS Grindavík 45,5 46,5 47,5 48,5 49,5 50,5
Heilsugæslan Urðarhvarfi 45,2 46,2 44,6 43,4 43,4 40,8

     2.      Hver var meðalaldur fastráðinna lækna á öðrum heilbrigðisstofnunum á sama bili? Svar óskast sundurliðað eftir árum, heilbrigðisumdæmum og stofnunum.
    Heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir ofangreindum upplýsingum frá Landspítalanum (LSH), Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) HVE, HVEST, HSN, HSA, HSU og HSS. Þá óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) vegna þeirra aðila sem starfa samkvæmt samningi við SÍ. Svör bárust ekki frá öllum aðilum.
    Í eftirfarandi töflum má sjá útlistun á meðalaldri fastráðinna lækna á öðrum stofnunum en þeim sem voru tilgreindar í 1. tölul. fyrirspurnarinnar og eru upplýsingarnar birtar eins og þær bárust. Jafnframt ber þess að geta að ekki er um að ræða tæmandi útlistun á öllum einingum heilbrigðiskerfisins heldur byggir svarið á aðsendum gögnum.

Tafla 2: Meðalaldur fastráðinna lækna á öðrum stofnununum árin 2017–2019.

Stofnun Heilbrigðisumdæmi Tegund Nafn 2017 2018 2019
LSH Sjúkrahús Landspítalinn 52,3 52,2 52,7
SAk Sjúkrahús Sjúkrahúsið á Akureyri 51,6 51,0 52,0
HSA Austurland Sjúkrahús Neskaupstaður 54,0 54,0 51,0
HSA Austurland Hjúkrunar-/dvalarheimili Fossahlíð Seyðisfirði 57,0 58,0 54,0
HSA Austurland Hjúkrunar-/dvalarheimili Dyngja Egilsstöðum 47,0 48,0 48,0
HSU Suðurland Heilbrigðisst. Suðurlands Samtals 48,0 48,9 48 ,0
HSS Suðurnes Hjúkrunar-/dvalarheimili Víðihlíð 51,0 52,0 53,0
HSS Suðurnes Sjúkrahús Slysa- og bráðamóttaka 42,0 60,0 61,0
HSS Suðurnes Sjúkrahús Legudeild 58,0 56,0 51,0
Hjúkrunar-/dvalarheimili Roðasalir 65,0 66,0 67,0
Aðrar stofnanir Heilsustofnun NLFÍ 63,5 64,5 65,5
Aðrar stofnanir Reykjalundur 55,0 56,0 54,0
Hjúkrunar-/dvalar heimili Sólvellir 45,0 45,0 45,0
Hjúkrunar-/dvalarheimili Hjallatún 63,0 64,0 65,0
Sjúkrahúsið Vogur Vogur 48,6 49,6 53,5
Hjúkrunar-/dvalarheimili Fellsendi 57,0 58,0 59,0

Tafla 3: Meðalaldur fastráðinna lækna á öðrum stofnununum árin 2020–2022.

Stofnun Heilbrigðisumdæmi Tegund Nafn 2020 2021 2022
LSH Sjúkrahús Landspítalinn 53,0 53,3 52,9
SAk Sjúkrahús Sjúkrahúsið á Akureyri 51,8 52,2 52,1
HSA Austurland Sjúkrahús Neskaupstaður 49,0 52,0 51,0
HSA Austurland Hjúkrunar-/dvalarheimili Fossahlíð Seyðisfirði 55,0 56,0 57,0
HSA Austurland Hjúkrunar-/dvalarheimili Dyngja Egilsstöðum 49,0 47,0 52,0
HSU Suðurland Heilbrigðisst. Suðurlands Samtals 42,9 42,6 43
HSS Suðurnes Hjúkrunar-/dvalarheimili Víðihlíð 54,0 55,0 56,0
HSS Suðurnes Sjúkrahús Slysa- og bráðamóttaka 62,0 62,5 63,5
HSS Suðurnes Sjúkrahús Legudeild 52,0 41,0 42,0
Hjúkrunar-/dvalarheimili Roðasalir 68,0 69,0 70,0
Aðrar stofnanir Heilsustofnun NLFÍ 67,7 68,3 62,5
Aðrar stofnanir Reykjalundur 55,0 56,0 56,8
Hjúkrunar-/dvalarheimili Sólvellir 45,0 45,0 45,0
Hjúkrunar-/dvalarheimili Hjallatún 67,0 68,0 69,0
Sjúkrahúsið Vogur Vogur 47,9 48,0 46,9
Hjúkrunar-/dvalarheimili Fellsendi 60,0 61,0 62,0

     3.      Hversu marga skjólstæðinga hefur hver heimilislæknir að meðaltali á hverri heilsugæslustöð? Hver er ákjósanlegur fjöldi skjólstæðinga hvers heimilislæknis að mati ráðherra?
    Heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir ofangreindum upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Niðurstaðan varð sú að SÍ gátu ekki tekið upplýsingarnar úr sínum gögnum. Til að geta svarað spurningunni þarf að skoða gögnin í samhengi við starfshlutfall hvers læknis, þar sem ekki eru allir heimilislæknar í 100% starfi og læknar sinna gjarnan öðrum störfum meðfram heilsugæslulækningum, þetta á sérstaklega við um lækna á landsbyggðinni. Það þarf því að skoða þetta í samhengi við það starfshlutfall sem læknir vinnur við móttöku skjólstæðinga á heilsugæslu í dagvinnu. Ráðuneytið metur það sem svo að til þess að hægt sé að svara þessum lið fyrirspurnarinnar þurfi að fara í greiningarvinnu og ítarlega staðlaða upplýsingasöfnun frá heilbrigðisstofnunum sem sé umfram það sem lagt er til grundvallar í 57. gr. þingskapalaga, nr. 55/1991.
    Hvað varðar spurninguna um hver sé ákjósanlegur fjöldi skjólstæðinga hvers heimilislæknis að mati ráðherra má benda á að ráðherra hefur nú sett af stað umfangsmikið verkefni um framtíð læknisþjónustu sem verður unnið í nánu samstarfi við haghafa. Auk þess er þegar hafin umfangsmikil vinna í ráðuneytinu við mönnunargreiningu þvert á heilbrigðiskerfið, sem miðar að því að móta framtíðarsýn ráðuneytisins um gögn og greiningar, ná yfirsýn yfir mönnun heilbrigðisstétta og undirbyggja mönnunaráætlun til framtíðar. Niðurstaða þeirrar greiningar kemur í framtíðinni að góðum notum við að svara fyrirspurn sem þessari.
    Þá vísar ráðherra til svars við fyrirspurn um lækna á þskj. 2024 í 681. máli, en þar svaraði ráðherra spurningunni um hvert væri lágmarksviðmið um mönnun lækna á heilbrigðisstofnunum. Þar kemur fram að Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) hefur, að ósk fagráðs ÞÍH, lagt mat á mönnunarþörf heilsugæslunnar (fyrsta stigs þjónustu) en hefur ekki lagt mat á lágmarksviðmið mönnunarþarfa lækna á heilbrigðisstofnunum úti á landi þar sem boðið er upp á annars stigs þjónusta líka. Það var metið sem svo að sennilega þyrfti einn heimilislækni á 1.000 til 1.500 íbúa. ÞÍH taldi seinni töluna þó sennilega of háa og að hún ætti að vera nær 1.200 íbúum og benti á að forsendur þessa mats væru afar misjafnar eftir verkefnum, svæðum o.s.frv.
    Ráðherra hefur ekki sett lágmarksviðmið um mönnun lækna á heilbrigðisstofnunum og bendir á að í kröfulýsingu um heilsugæslustöðvar stendur að mönnun sé á ábyrgð rekstraraðila og almennt er mönnun hverrar stofnunnar á ábyrgð hennar. Skipulag hverrar stofnunar tekur síðan mið af umfangi starfseminnar sem getur verið misjöfn milli staða, þannig getur verið munur á skipulagi mönnunar heilbrigðisstarfsfólks eftir einingum, stofnunum og landsvæðum. Við skipulag mönnunar horfa stofnanir einnig til fjárveitinga/fjárheimilda og aðgengi að starfsfólki.